Kokkur óskast - Kaffivagninn

Viltu vinna á góðum vinnustað á fallegasta stað í bænum?
Kaffivagninn hefur verið í rekstri síðan 1935 og nú er hann viðkomustaður fólks á öllum aldri sem leitar eftir góðum mat og frábæru andrúmslofti.

Kaffivagninn leitar að faglærðum matreiðslumanni sem vinnur á vöktum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við erum að leita eftir matreiðslumanni í fullt starf á vaktir með brennandi ástríðu fyrir matargerð.
Viðkomandi þarf að hafa góðan samstarfsvilja, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Kaffivagninn leggur mikinn metnað í að veita góða þjónustu og frábæran mat.

Vaktafyrirkomulag er 2-2-3 og unnið til kl 21.

Hæfniskröfur:

  • Snyrtimennska
  • Stundvísi og reglusemi
  • Reynsla sem kokkur
  • Dugnaður
  • Geta til þess að vinna undir álagi
  • Góð enskukunnátta
  • Reyklaus

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferlisskrá.
Áhugasamir geta sótt um starfið á heimasíðu Foodco.

Deila starfi