Aðstoðarveitingastjóri 100% starf - Eldsmiðjan

Ciao Bella/Bello

 

Ert þú, eða viltu verða ástríðurfull(ur) pizzugerðakona/maður? Þá erum við mögulega að leita að þér. Við elskum pizzur eldheitt. Við leitum að starfskrafti sem er áhugasamur, reglusamur og finnst gaman og gott að vera innan um pizzur.

 

Eldsmiðjan á Ártúnshöfða leitar að aðstoðarveitingastjóra, fullt starf, vaktavinna.

 

Eftir þjálfun þína ert þú staðgengill veitingastjóra þegar hann/hún er ekki á staðnum, munt vera 95% af vinnutíma þínum á sölugólfinu þar sem tekur fullan þátt í öllum störfum og hoppar inn í eldhús ef þarf. Þú berð ábyrgð á veitingastaðnum, starfsmönnum, ánægju gesta, hreinlæti, gæðum, rýrnun og þú munt þurfa að manna einstakar vaktir. Þú ert aðalmanneskjan á svæðinu sem yfirmaður þinn getur reitt sig á.

 

Hæfniskröfur

  • 22 ára aldurstakmark
  • Reynsla af vaktstjórn æskileg
  • Mjög góð íslensku- og/eða enskukunnátta
  • Snyrtimennska
  • Stundvísi
  • Dugnaður
  • Geta til þess að vinna undir álagi
  • Mjög góð mannleg samskipti

Eldsmiðjan var stofnuð 1986 og er rekin á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Deila starfi