Aðstoðarveitingastjóri 100% starf - American Style

American Style er einn rótgrónasti hamborgarastaður landsins. Við sérhæfum okkur í frábærum hamborgurum og snöggri afgreiðslu í snyrtilegu umhverfi. Hjá okkur er alltaf gaman.

Við gerum hlutina með STYLE!

 

American Style Tryggvagötu leitar að aðstoðarveitingastjóra í sal, fullt starf, vaktavinna.

 

Eftir þjálfun þína ert þú staðgengill veitingastjóra þegar hann/hún er ekki á staðnum, munt vera 95% af vinnutíma þínum á sölugólfinu þar sem tekur fullan þátt í öllum störfum og hoppar inn í eldhús ef þarf. Þú berð ábyrgð á veitingastaðnum, starfsmönnum, ánægju gesta, hreinlæti, gæðum, rýrnun og þú munt þurfa að manna einstakar vaktir. Þú ert aðalmanneskjan á svæðinu sem yfirmaður þinn getur reitt sig á.

 

 

Hæfniskröfur

  • 22 ára aldurstakmark
  • Reynsla af vaktstjórn æskileg
  • Mjög góð íslensku- og/eða enskukunnátta
  • Snyrtimennska
  • Stundvísi
  • Dugnaður
  • Geta til þess að vinna undir álagi
  • Mjög góð mannleg samskipti

 

American Style var stofnað 1985 og er rekið á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Deila starfi