Almennur starfsmaður hlutastarf ---- Aktu Taktu

Langar þig að vinna á stað þar sem hlutirnir ganga hratt og örugglega fyrir sig? Aktu Taktu er leiðandi í bílaafgreiðslu og skyndibita. Ef þú ert skipulagður einstaklingur og hefur gaman af lífinu erum við mögulega að leita að þér.

 

Aktu Taktu Skúlagötu leitar að heiðarlegri, hressri og hraustri manneskju til að vinna í sal á kvöldin á virkum dögum og um helgar.

Staðan er ca. 90%.

Meðal starfa í afgreiðslu er að taka af borðum, þrif, afgreiða viðskiptavini, bera fram mat og öll almenn störf.

Meðal starfa í eldhúsi er að aðstoða vaktstjóra við að búa til mat, þrif, og öll almenn störf.

Þó svo að aðalstarfsstöð er annaðhvort í afgreiðslu eða í eldhúsi teljast öll störf á veitingastaðnum til starfssviðs starfsmanna.


Hæfniskröfur

  • 18 ára aldurstakmark
  • Snyrtimennska
  • Stundvísi
  • Dugnaður
  • Geta til þess að vinna undir álagi
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Athugið að það þarf fyrst að klára frumskráningu áður en hægt er að sækja um tiltekið starf.

Aktu taktu er starfrækt á 4 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.Deila starfi