Viltu verða Gleðipinni?

Gleðipinnar eru kraftmikið og öflugt félag á veitingamarkaði sem leggur áherslu á að hámarka upplifun viðskiptavina sinna, bera virðingu fyrir þörfum hans og finna rétta jafnvægið á milli verðs og gæða.

Gleðipinnar leggja einnig áherslu á að hámarka ánægju starfsmanna sinna og byggja upp fyrirtæki sem starfsfólk er stolt að vinna hjá.

Gleðipinnar starfrækja 20 veitingastaði undir 9 vörumerkjum. Hjá Gleðipinnum starfa um 600 starfsmenn af 38 þjóðernum.

Ef þú hefur áhuga á að verða hluti af Gleðipinnum, sendu okkur þá almenna umsókn eða sæktu um auglýst laust starf.